top of page

Samskipti, mörk og samþykki

  • Lærðu vel á þinn líkama áður en þú stundar kynlíf með öðrum
 
  • Maður veit sín mörk þegar maður þekkir líkama sinn vel
 
  • Þá er auðveldara að segja öðrum hvað maður vill gera og hvað maður vill ekki gera
 
,,Hvernig vil ég láta snerta mig?"
,,Hvernig vil ég láta tala við mig?"
,,Hvað vil ég?"
 
,,Hvað vil ég ekki?" 
  • Samskipti eru mikilvæg í kynlífi til að vita hvað öllum finnst gott
     
 
  • Það þarf að tala saman um það sem á að gera fyrir kynlífið
     
  • Það er gott að tala saman um kynlífið þegar það er búið
  • Það þurfa allir að fá samþykki fyrir kynlífi

     
  • Allir þurfa að vera vissir um að þeir viti hvað má og má ekki gera
  • Hlustaðu á þann sem þú ætlar að stunda kynlíf með
     
  • Spurðu hvort að þetta sé gott 
     
 
  • Þú þarft að vita hvað þeim finnst gott og hvað þeim finnst ekki gott

     
  • Það er líka mikilvægt að hafa í huga hvað þú vilt gera og hvað þú vilt ekki gera
  • Það má hætta við kynlíf
    hvenær sem er

     
  • Það má alltaf segja nei
     
  • Þú skuldar engum kynlíf
     
  • Þú þarft ekki að stunda kynlíf þó þú sért
    í sambandi
  • Það má enginn gera neitt við þinn líkama án þess að fá samþykki
  • Ef það er ekki hlustað á þig og farið er yfir mörk er það ofbeldi
bottom of page